Sport

Stallworth dæmdur í 30 daga fangelsi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Donte Stallworth.
Donte Stallworth. Nordic Photos/Getty Images

NFL-leikmaðurinn Donte Stallworth tók fulla ábyrgð á því að hafa ekið fullur og keyrt á mann sem lést. Hann var eðlilega dæmdur sekur í málinu en þykir hafa sloppið vel með 30 daga fangelsisdóm en hámarksdómur í slíkum málum hljóðar upp á 15 ára fangelsi.

Stallworth gekk einnig frá samkomulagi við fjölskyldu þess látna til að forðast einkamál. Það hefur eflaust kostað hann skildinginn.

Hann verður engu að síður í stofufangelsi í tvö ár og verður á skilorði næstu átta árin þannig að honum er hollast að halda sér á mottunni.

Stallworth mun þurfa að mæta reglulega í áfengis- og lyfjapróf. Hann fær ökuskírteinið aldrei aftur og þarf að skila 1000 tímum af samfélagsþjónustu þar sem hann mun meira og minna predika að það eigi ekki að drekka og keyra.

NFL-deildin mun ekki aðhafast frekar í málinu og Stallworth getur því leikið áfram með Cleveland Browns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×