Fritzl viðurkennir að hafa nauðgað dóttur sinni Guðjón Helgason skrifar 16. mars 2009 11:51 Austurríkismaðurinn Josef Fritzl játaði í morgun fyrir dómi að hafa nauðgað dóttur sinni og þar með framið sifjaspell. Hann játar ekki á sig um morð eða að hafa hneppt dóttur sína og börn þeirra í ánauð í áratugi. Réttarhöldin yfir Fritzl hófust í St. Poelten í Austurríki í morgun. Fritzl var ákærður fyrir að hafa fangelsað dóttur sína í dýflissu í kjallara heimilis síns í tuttugu og fjögur ár og þannig hneppt hana í ánauð. Hann er einnig ákærður fyrir sifjaspell en hann nauðgaði dóttur sinni of og gat með henni sjö börn. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa fangelsað sex barnanna og fyrir að hafa myrt það sjöunda og brennt líkið í kyndiklefa hússins. Fyrir dómi í morgun játaði Fritzl að hafa nauðgað dóttur sinni og þannig að hann hafi framið sifjaspell. Hann sagðist hins vegar ekki hafa fangelsað hana og börnin og sagðist ekki hafa framið morð. Fórnarlömbin bera ekki vitni fyrir dómi en átta manna kviðdómur mun hins vegar sjá upptöku af vitnisburði Elísabetar, dóttur Fritzl. Einnig verður sýnd upptaka af vitnisburði Haraldar, eldri bróður Elísabetar. Saksóknari sagði í upphafræðu að Fritzl hefði fyrstu árin lítið talað við dóttur sína þegar hann hafi komið í dýflissuna og hafi eitt sinn refsað henni fyrir óþægð með því að skrúfa fyrir rafmagn í kjallaranum. Saksóknari lýsti slæmri aðstöðu í dýflissunni og sagði Fritzl stundum hafa nauðgað dóttur sinni fyrir framan börnin sem hún hafði alið honum. Verjandi Fritzl sagði skjólstæðing sinn mann en ekki skrímsli og bað kviðdómendur um að gæta hlutleysis. Um tvö hundruð fréttamenn eru nú í St. Poelten til að fylgjast með réttarhöldunum. Innan við hundrað hafa leyfi til að fara inn í dómshúsið. Myndataka er mjög takmörkuð. Flugumferð yfir dómshúsinu er bönnuð til að koma í veg fyrir að þyrlur fréttastöðva sveimi yfir því alla vikuna. Réttarhöldin standa aðeins í tæpa viku og búist við niðurstöðu kviðdóms á föstudaginn. Josef Fritzl gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi verði hann sakfelldur fyrir morð. Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Austurríkismaðurinn Josef Fritzl játaði í morgun fyrir dómi að hafa nauðgað dóttur sinni og þar með framið sifjaspell. Hann játar ekki á sig um morð eða að hafa hneppt dóttur sína og börn þeirra í ánauð í áratugi. Réttarhöldin yfir Fritzl hófust í St. Poelten í Austurríki í morgun. Fritzl var ákærður fyrir að hafa fangelsað dóttur sína í dýflissu í kjallara heimilis síns í tuttugu og fjögur ár og þannig hneppt hana í ánauð. Hann er einnig ákærður fyrir sifjaspell en hann nauðgaði dóttur sinni of og gat með henni sjö börn. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa fangelsað sex barnanna og fyrir að hafa myrt það sjöunda og brennt líkið í kyndiklefa hússins. Fyrir dómi í morgun játaði Fritzl að hafa nauðgað dóttur sinni og þannig að hann hafi framið sifjaspell. Hann sagðist hins vegar ekki hafa fangelsað hana og börnin og sagðist ekki hafa framið morð. Fórnarlömbin bera ekki vitni fyrir dómi en átta manna kviðdómur mun hins vegar sjá upptöku af vitnisburði Elísabetar, dóttur Fritzl. Einnig verður sýnd upptaka af vitnisburði Haraldar, eldri bróður Elísabetar. Saksóknari sagði í upphafræðu að Fritzl hefði fyrstu árin lítið talað við dóttur sína þegar hann hafi komið í dýflissuna og hafi eitt sinn refsað henni fyrir óþægð með því að skrúfa fyrir rafmagn í kjallaranum. Saksóknari lýsti slæmri aðstöðu í dýflissunni og sagði Fritzl stundum hafa nauðgað dóttur sinni fyrir framan börnin sem hún hafði alið honum. Verjandi Fritzl sagði skjólstæðing sinn mann en ekki skrímsli og bað kviðdómendur um að gæta hlutleysis. Um tvö hundruð fréttamenn eru nú í St. Poelten til að fylgjast með réttarhöldunum. Innan við hundrað hafa leyfi til að fara inn í dómshúsið. Myndataka er mjög takmörkuð. Flugumferð yfir dómshúsinu er bönnuð til að koma í veg fyrir að þyrlur fréttastöðva sveimi yfir því alla vikuna. Réttarhöldin standa aðeins í tæpa viku og búist við niðurstöðu kviðdóms á föstudaginn. Josef Fritzl gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi verði hann sakfelldur fyrir morð.
Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira