Sport

Federer áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roger Federer.
Roger Federer. Nordic Photos / AFP

Keppni á opna bandaríska meistaramótinu í tennis hélt áfram í gærkvöldi og nótt. Roger Federer, efsti maður á heimslistanum, átti ekki í teljandi vandræðum með sinn andstæðing í annari umferð mótsins.

Federer bar sigur úr býtum í viðureign sinni gegn Simon Gerul frá Þýskalandi, 6-3, 7-5 og 7-5.

Greul barðist reyndar vel og átti möguleika á að vinna annað settið auk þess sem hann komst í 3-0 í þriðja settinu. En Federer bætti þá í og vann nokkuð öruggan sigur að lokum.

Federer hefur ekki tapað viðureign á opna bandaríska síðan 2003 og hefur unnið alls unnið 36 viðureignir í röð.

Federer fær þó erfiðan andstæðing í næstu umferð en hann mætir þá Ástralanum Lleyton Hewitt sem stóð uppi sem sigurvegari á þessu móti árið 2001. Þeir mættust svo í úrslitunum árið 2004 en þá sigraði Federer.

Hewitt hefur þó tapað síðustu þrettán viðureignum sínum gegn Federer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×