Íslenski boltinn

Jason Kidd verður áfram hjá Dallas Mavericks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jason Kidd leikur áfram með Dallas Mavericks.
Jason Kidd leikur áfram með Dallas Mavericks. Mynd/AFP

Jason Kidd hefur gert nýjan þriggja ára samning við Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta en líklegt þótti að þessi 37 ára gamli leikstjórnandi myndi finna sér nýtt lið í sumar.

Jason Kidd fær um 25 milljónir dollara (3,2 milljarðar í íslenskum krónum) fyrir næstu þrjú tímabil og það er nokkuð ljóst að hann mun því enda ferill sinn þar sem hann byrjaði árið 1994. Hann spilaði fyrir Phoenix og New Jersey í millitíðinni.

"Við erum mjög spenntir yfir því að Jkidd og Mavs hafa náð samkomulagi og að hann haldi áfram að spila stórt hlutverk hjá liðinu," sagði Mark Cuban, eigandi Dallas í tölvupósti til stærstu fréttamiðlanna í Bandaríkjunum.

Jason Kidd er í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar en hann hefur gefið 10199 stoðsenidngar í 1107 leikjum eða 9,2 að meðaltali í leik. Það eru aðeins John Stockton (15806) og Mark Jackson (10334) sem hafa gefið fleiri stoðsendingar en hann.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×