Sport

Vill halda hnefaleikabardaga á 80 þúsund manna leikvangi

Arnar Björnsson skrifar
Cowboys-völlurinn tekur 80 þúsund manns og er engin smásmíði.
Cowboys-völlurinn tekur 80 þúsund manns og er engin smásmíði. Mynd/AFP
Eigandi bandaríska fótboltaliðsins Dallas Cowboys vill ólmur að hnefaleikabardagi Floyd Mayweather og Manny Pacquiao verði á heimavelli Dallas-liðsins. Enn liggur ekkert fyrir hvar eða hvenær bardaginn verður en talið er líklegt að þeir berjist í maí á næsta ári.

Cowboys-völlurinn tekur 80 þúsund manns. Árið 1978 sáu 65 þúsund manns hnefaleikabardaga Muhammad Ali og Leon Spinks á Superdome vellinum í Orleans.

Manny Pacquiao hefur unnið heimsmeistaratitla í sjö þyngdarflokkum en hann ásamt Floyd Mayweather eru á öllum listum bestu hnefaleikakappar heims pund fyrir pund.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×