Sport

Rafael Nadal getur bætt 95 ára gamalt afrek

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Nadal er mjög öflugur á leirvöllum.
Rafael Nadal er mjög öflugur á leirvöllum. Mynd/AFP

Tenniskappinn Rafael Nadal á möguleika á sunnudaginn að gera það engum hefur tekist í heil 95 ár. Nadal getur nefnilega unnið Monte Carlo tennismótið fimmta árið í röð.

Það hefur ekki gerst síðan að Ástralinn Anthony Wilding vann þetta mót fjórum sinnum í röð frá 1911 til 1914. Mótið er orðið 103 ára gamalt en það er haldið árlega í Mónakó.

Rafael Nadal vann mótið fyrst 2005 en síðustu þrjú ár hefur hann unnið Roger Federer í úrslitaleiknum. Federer ætlaði ekki að vera með í ár en skipti um skoðun á síðustu stundu.

Það er keppt á leir í Monte Carlo en Rafael Nadal hefur lengi þótt vera konungur leirvallanna í tennisheiminum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×