Fótbolti

Ólafur áfram hjá Brann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður Brann.
Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður Brann. Nordic Photos / AFP

Allar líkur eru á því að Ólafur Örn Bjarnason verði áfram í herbúðum norska úrvalsdeildarfélagsins Brann á næstu leiktíð.

Ólafur Örn er 34 ára gamall og hefur verið hjá Brann síðan 2004. „Við erum nokkuð vissir um að ég verði hérna í eitt ár til viðbótar," sagði Ólafur í samtali við norska fjölmiðla. „Ég og stjórnin erum sammála um það. Ég efast þó um að það verði boðað til stórs blaðamannafundar þegar þetta liggur fyrir."

Ólafur á að baki 137 leiki með Brann og getur orðið leikjahæsti útlendingurinn í sögu félagsins þegar Brann mætir Odd Grenland í næstu viku.

Þó eru allar líkur á því að Ólafur muni bæta félagsmetið nokkuð myndarlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×