Sport

Bergur Ingi langt frá sínu besta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bergur Ingi Pétursson.
Bergur Ingi Pétursson. Mynd/Anton

Bergur Ingi Pétursson náði sér ekki á strik í undanúrslitum í sleggjukasti karla á heimsmeistarmótinu í frjálsíþróttum í Berlín í dag.

Bergur Ingi kastaði lengst 68,62 metrum í dag en hann á best 74,47 metra og 73 metra nú í ár. Íslandsmetið hefði þó ekki dugað honum í úrslitin í dag.

Hann kastaði fyrst 67,32 metra og svo 68,62 metra í annarri tilraun. Hann gerði svo ógilt í þriðju og síðustu tilrauninni.

Á morgun keppir Ásdís Hjálmsdóttir í spjótkasti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×