Sport

Bolt komst áfram í 200 metrunum - Gay hætti keppni vegna meiðsla

Ómar Þorgeirsson skrifar
Usain Bolt.
Usain Bolt. Nordic photos/AFP

Spretthlauparinn Usain Bolt átti ekki í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum fyrstu umferð 200 metra hlaupsins á Heimsmeistaramótinu í Berlín í morgun.

Þrátt fyrir að virka örlítið stirður og þreytulegur vann Bolt sinn riðil á tímanum 20,70 sekúndur og fastlega má búast við því að Jamaíkumaðurinn sé líklegur til afreka í úrslitahlaupinu á fimmtudag.

Ekki síður þar sem aðalkeppninautur hans og núverandi heimsmeistari í greininni, Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay, þurfti að hætta keppni vegna meiðsla.

Bolt lét sér fátt um finnast að hlaupinu loknu og sagði rólegur og yfirvegaður „þetta var allt í lagi" við blaðamenn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×