Fótbolti

Drogba: Dómarinn til skammar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drogba les hér Norðmanninum pistilinn eftir leik.
Drogba les hér Norðmanninum pistilinn eftir leik. Nordic Photos/Getty Images

Didier Drogba mun vafalítið enda inn á borði aganefndar UEFA eftir hegðun sína í lok leiks Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni.

Drogba, sem var skipt af velli á 72. mínútu vegna meintra meiðsla, óð inn á völlinn eftir leikinn og var alveg stjórnlaus.

Hann las norska dómaranum Tom Henning Øvrebø pistilinn og bauð einnig upp á líkamlega tjáningu sem hefur ekki sést lengi.

Lokaatriði framherjans var síðan að snúa sér að einni myndavél og öskra í hana að dómarinn hefði verið til háborinnar skammar. Hann lét nokkur fúkyrði einnig fljóta með.

Hann má klárlega búast við einhverjum refsingum en stjórinn hans, Guus Hiddink, ætlar að standa með honum í þeim slag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×