Woods: Heiðarleiki og íþróttamennska skilja golfið frá öðrum íþróttum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 6. júní 2009 15:45 Virðing er Woods mikilvæg. Hér er hann á leik Lakers og Orlando á fimmtudaginn. Nordicphotos/GettyImages Tiger Woods er uppalinn í Los Angeles og er mikill áhugamaður um körfubolta. Golfarinn gagnrýndi LeBron James óbeint nýverið í viðtali þar sem hann segir íþróttamennskuna skilja golfið frá öðrum íþróttum. James gekk sem kunnugt er beint af velli eftir tap Cleveland gegn Orlando í úrslitum Austurdeildarinnar og neitaði að taka í hendur mótherjanna. Hann mætti heldur ekki á blaðamannafund eftir leik og fékk þriggja milljón króna sekt fyrir vikið. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og Woods hefur sagt sína skoðun. „Það tíðkast ekki alls staðar að menn takast í hendur að leik loknum. Í NFL (innsk, ruðningur) fara margir beint af velli en til að mynda í NHL (innsk. íshokkí) raða sér allir upp og takast í hendur. " "Í golfi taka allir húfurnar sínar að ofan og taka í spaðann á öðrum eftir hringina. Golf er þekkt fyrir heiðarleika sinn og íþróttamennsku. Stundum viðurkennum við eigin brot á reglum. Það gerist ekki í NFL-deildinni að einhver rétti upp hendi og segist hafa haldið einhverjum og biðji um víti á sjálfan sig," sagði Woods. „Þetta er það sem skilur golfið frá öðrum íþróttum. Hefðin fyrir íþróttamennsku, að taka húfuna að ofan, horfa í augu mótherjans og hrósa honum fyrir hringinn," segir Woods.Sjá einnig:LeBron James sektaður um þrjár milljónirLeBron tjáir sig loksinsLeBron talaði ekki við neinn eftir tapið í nótt Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods er uppalinn í Los Angeles og er mikill áhugamaður um körfubolta. Golfarinn gagnrýndi LeBron James óbeint nýverið í viðtali þar sem hann segir íþróttamennskuna skilja golfið frá öðrum íþróttum. James gekk sem kunnugt er beint af velli eftir tap Cleveland gegn Orlando í úrslitum Austurdeildarinnar og neitaði að taka í hendur mótherjanna. Hann mætti heldur ekki á blaðamannafund eftir leik og fékk þriggja milljón króna sekt fyrir vikið. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og Woods hefur sagt sína skoðun. „Það tíðkast ekki alls staðar að menn takast í hendur að leik loknum. Í NFL (innsk, ruðningur) fara margir beint af velli en til að mynda í NHL (innsk. íshokkí) raða sér allir upp og takast í hendur. " "Í golfi taka allir húfurnar sínar að ofan og taka í spaðann á öðrum eftir hringina. Golf er þekkt fyrir heiðarleika sinn og íþróttamennsku. Stundum viðurkennum við eigin brot á reglum. Það gerist ekki í NFL-deildinni að einhver rétti upp hendi og segist hafa haldið einhverjum og biðji um víti á sjálfan sig," sagði Woods. „Þetta er það sem skilur golfið frá öðrum íþróttum. Hefðin fyrir íþróttamennsku, að taka húfuna að ofan, horfa í augu mótherjans og hrósa honum fyrir hringinn," segir Woods.Sjá einnig:LeBron James sektaður um þrjár milljónirLeBron tjáir sig loksinsLeBron talaði ekki við neinn eftir tapið í nótt
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira