Fótbolti

Casillas: Spielberg gæti skrifað handrit um sigur Alcorcon

Ómar Þorgeirsson skrifar
Iker Casillas.
Iker Casillas. Nordic photos/AFP

Spænski landsliðsmarkvörðurinn Iker Casillas hjá Real Madrid segir að leikmenn félagsins verði að axla ábyrgð eftir að hafa dottið úr keppni í spænska konungsbikarnum eftir 4-1 tap gegn c-deildarfélaginu Alcorcon í tveggja leikja einvígi.

Casillas segir að engin afsökun sé til fyrir tapi Real Madrid en viðurkennir að svona ótrúlegir hlutir geti átt sér stað annað slagið, ekki bara í kvikmyndum á hvíta tjaldinu.

„Það er leikmönnum Real Madrid að kenna að félagið hafi tapað einvíginu gegn Alcorcon og engum öðrum. Þetta er einvígi sem þeir áttu að vinna en gerðu ekki og verða að axla ábyrgð fyrir það.

Svona hlutir geta hins vegar átt sér stað og Steven Spielberg gæti skrifað kvikmyndahandrit um sigur Alcorcon," sagði Casillas í viðtali á opinberri heimasíðu Real Madrid en Jerzy Dudek varði reyndar rammann í báðum leikjum einvígisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×