Golf

Alþjóðaliðið gefur Bandaríkjamönnum ekkert eftir

Ómar Þorgeirsson skrifar
Vijay Singh og Tim Clark fagna á Harding Park golfvellinum í San Francisco.
Vijay Singh og Tim Clark fagna á Harding Park golfvellinum í San Francisco. Nordic photos/AFP

Alþjóðaliðið náði að halda í við Bandaríkjamenn á öðrum keppnisdegi Forsetabikarsins á Harding Park golfvellinum í San Francisco í Kaliforníu.

Bandaríkjamenn leiddu með einu stigi eftir fyrsta daginn og staðan var þannig einnig eftir annan keppnisdag eða 6,5-5,5. Lukkan var á bandi Alþjóðaliðsins og sér í lagi þegar að Tim Clark og Vijay Singh unnu dramatískan sigur gegn Lucas Glover og Stewart Cink. Clark innsiglaði sigurinn með fimm metra pútti fyrir erni á átjándu holu og það gladdi liðsfyrirliða Alþjóðaliðsins mjög.

„Ég get alveg sagt ykkur að stemningin í okkar herbúðum er mjög góð eftir annan keppnisdaginn. Ég er gríðarlega stoltur og ánægður hvernig við náðum að snúa þessu okkur í vil í dag og glæsilegt hjá Clark að klára þetta með þeim hætti sem hann gerði," sagði Greg Norman.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×