Viðskipti innlent

Gengi Straums féll um tæp fimm prósent

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um 4,93 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun dagsins. Á hæla bankans fylgdi Century Aluminum, en gengi bréfa í félaginu lækkaði um 2,28 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Bakkavarar um 0,51 prósent.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 1,9 prósent, Marel Food Systems um 0,9 prósent, Færeyjabanka um 0,48 prósent og Össurar um 0,32 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6 prósent og endaði í 294 stigum. Þetta er annar dagurinn í röð sem hún endar í nýju lægsta gildi.

Þá lækkaði nýja vísitalan um 1,16 prósent. Hún endaði í 882 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×