Fótbolti

Bendtner hetja Arsenal - United gerði jafntefli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hinn ungi Aaron Ramsey í baráttunni í kvöld.
Hinn ungi Aaron Ramsey í baráttunni í kvöld.

Nicklas Bendtner var hetja Arsenal gegn Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu. Hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu eftir að hafa komið inn sem varamaður á bleiku skónum sínum.

Markalaust varð í leik Villareal og Manchester United í toppslag E-riðils. Á sama tíma vann Álaborg sigur á Celtic og tryggði sér þriðja sæti riðilsins en Villareal og United eru komin áfram.

Lizandro Lopez skoraði bæði mörk Porto sem vann útisigur á Fenerbache. Í F-riðli skoraði Miroslav Klose tvö og Luca Toni eitt fyrir Bayern München sem vann 3-0 sigur á Steaue Búkarest. Makoun og Benzema skoruðu fyrir Lyon sem vann Fiorentina á Ítalíu.

Það var mikill kuldi í Hvíta-Rússlandi þar sem BATE tapaði fyrir Real Madrid 0-1. Gulldrengurinn Raul skoraði eina mark leiksins snemma leiks. Hér að neðan má sjá stöðuna í riðlunum þegar ein umferð er eftir.

E-riðill

Álaborg - Celtic 2-1

Villareal - Man Utd 0-0

Staðan:

1. Man Utd, 9 stig (+6 í markatölu)

2. Villareal, 9 (+4)

3. AaB, 5 (-5)

4. Celtic, 2 (-3)

F-riðill

Bayern München - Steua Búkarest 3-0

Fiorentina - Lyon 1-2

Staðan:

1. Bayern M, 11 stig (+7 í markatölu)

2. Lyon, 11 (+5)

3. Fiorentina, 3 (-4)

4. Steaua Búkarest, 1 (-6)

G-riðill

Arsenal - Dynamo Kiev 1-0

Fenerbahce - Porto 1-2

Staðan:

1. Arsenal, 11 stig (+8 í markatölu)

2. Porto, 9 (-1)

3. Dynamo Kiev, 5 (-1)

4. Fenerbahce, 2 (-6)

H-riðill

Zenit - Juventus 0-0

BATE - Real Madrid 0-1

Staðan:

1. Juventus, 11 stig (+4 í markatölu)

2. Real Madrid, 9 (+1)

3. Zenit, 5 (+0)

4. BATE, 2 (-5)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×