Viðskipti erlent

Miklar sveiflur á bandarískum fjármálamörkuðum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/AP

Gengi hlutabréfa féll talsvert eftir sveiflukenndan dag á bandarískum fjármálamörkuðum í dag.

Fjármálaskýrendur segja sveiflurnar skýrast af mikilli hækkun í gær eftir fall undanfarna daga auk þess sem svartsýnisspár um stöðu bandaríska efnahagslífsins hafi hrannast upp í vikunni. Séu fjárfestar nú um stundir að pæla sig í gegnum tölurnar til að átta sig á því hvort þar leynist tækifæri eða hvort enn eigi eftir að harðna í dalnum.

Ekki bætti úr skák að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði frá fundi sínum sem hann sat í Frankfurt í Þýskalandi ásamt kollegum hjá nokkrum af stærstu seðlabönkum heims, markaðinn undir talsverðu álagi nú um stundir. Ekki mætti útloka frekari stýrivaxtalækkun til að sporna við frekari erfiðleikum á fjármálamörkuðum í skugga lausafjárþurrðar og taugaveiklunar.

Síðasti mánuður var einn sá versti í bandarískri sögu vestanhafs í 21 ár.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,82 prósent og Nasdaq-vísitalan um fimm prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×