Forstjóri Woolworths kveður 18. júní 2008 09:32 Ein af verslunum Woolworths. Trevor Bish-Jones, forstjóri breska stórmarkaðarins Woolworths, ætlar að stíga úr forstjórastólnum fljótlega. Baugur, sem á um tíu prósenta hlut í versluninni en Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður félagsins, gagnrýndi í fyrra stjórnendur hennar fyrir slælega frammistöðu. Breska ríkisútvarpið segir í dag að nú sé tíminn fyrir nýjan forstjóra. Jón Ásgeir gagnrýndi stjórnendur Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í apríl í fyrra. Sagði hann óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Tilefni gagnrýninnar var áætlun stjórnar Woolworths að endurnýja 800 verslanir á sama tíma og viðskiptavinum fækkaði og sala hefði dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Afkoma Woolworths hefur ekki staðist væntingar og er á teikniborðinu að selja fjórar verslanir í höfuðborginni fyrir 25,5 milljónir punda, jafnvirði fjögurra milljarða íslenskra króna. Þá hefur verslunin lækkað vöruverð til að blása lífi í söluna. Í tilkynningu sem Woolworths sendi frá sér vegna málsins segir, að í skugga efnahagsástandsins sé útlit fyrir að draga muni úr einkaneyslu á næstunni.Bish-Jones settist í forstjórastól Woolworths fyrir sex árum. Hann mun sitja í þrjá mánuði á meðan eftirmanns hans er leitað. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Trevor Bish-Jones, forstjóri breska stórmarkaðarins Woolworths, ætlar að stíga úr forstjórastólnum fljótlega. Baugur, sem á um tíu prósenta hlut í versluninni en Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður félagsins, gagnrýndi í fyrra stjórnendur hennar fyrir slælega frammistöðu. Breska ríkisútvarpið segir í dag að nú sé tíminn fyrir nýjan forstjóra. Jón Ásgeir gagnrýndi stjórnendur Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í apríl í fyrra. Sagði hann óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Tilefni gagnrýninnar var áætlun stjórnar Woolworths að endurnýja 800 verslanir á sama tíma og viðskiptavinum fækkaði og sala hefði dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Afkoma Woolworths hefur ekki staðist væntingar og er á teikniborðinu að selja fjórar verslanir í höfuðborginni fyrir 25,5 milljónir punda, jafnvirði fjögurra milljarða íslenskra króna. Þá hefur verslunin lækkað vöruverð til að blása lífi í söluna. Í tilkynningu sem Woolworths sendi frá sér vegna málsins segir, að í skugga efnahagsástandsins sé útlit fyrir að draga muni úr einkaneyslu á næstunni.Bish-Jones settist í forstjórastól Woolworths fyrir sex árum. Hann mun sitja í þrjá mánuði á meðan eftirmanns hans er leitað.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira