Fínt að vera á sjónum í kreppunni Sara McMahon skrifar 15. júlí 2008 00:01 Fanturinn hvílir bassann Þröstur Jónsson, fyrrum basaleikari í Mínus, sækir nú sjó fyrir austan. Hann fagnar þrítugsafmæli sínu síðar í mánuðinum en segist ekki munu halda upp á afmælið með látum. Hann drekki enda ekki nema einstaka rauðvínsglas með góðum mat. Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Mínuss, er sem kunnugt er kominn á sjó og stundar nú sjómennskuna af lífi og sál á togaranum Barða NK 120. Þessa dagana er hann þó í fríi og er kominn norður á land í heyskap. Þröstur ber sjómennskunni vel söguna en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fer á sjó. „Það er eðall að vera á sjó og ég var alltaf á sjónum þegar ég var yngri. Svo eru þetta allt snillingar og þungarokkarar sem eru á togaranum með mér.“ Þröstur segist þó ekki vera alfarið hættur í tónlistinni og segist oft grípa til gítarsins á sjónum. „Ég er bara í pásu frá tónlistinni, á meðan er maður loks farinn að taka alvöru túra.“ Þröstur segist ætla að vera áfram á sjónum í einhvern tíma og segist vera best geymdur þar. „Það er best að vera á sjónum einmitt núna þegar krónan er í rugli því maður fær svo mikið fyrir aflann. Þannig að ég held mig við sjómennskuna í bili.“ Togarinn Barði NK 120 er gerður út frá Neskaupstað þar sem þungarokkshátíðin Eistnaflug var haldin um helgina. Þröstur segist hafa verið á hátíðinni fyrri daginn ásamt hinum skipverjum Barða og segir hátíðina hafa verið magnaða. „Þetta var magnað, ég mæli með því að allir mæti næsta ár. Allavega allir alvöru þungarokkarar.“ Von er á Þresti í bæinn bráðlega en að eigin sögn er hann orðinn helmassaður og tannaður af útiverunni og sjómennskunni. Þegar hann er spurður hvort hann hafi áhuga á að ganga til liðs við hina helmössuðu og tönnuðu meðlimi Merzedes Club að sjómennskunni lokinni segist hann ekki hafa áhuga á því þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Annars ber það hæst í þessum mánuði hjá Þresti að hann mun halda upp á þrítugsafmæli sitt í lok mánaðarins og stefnir á að fagna því í Kaupmannahöfn með vini sínum, útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni. Eiga þá Danir von á illu í lok júlí? „Nei, ég er mjög stilltur og drekk ekki nema einstaka rauðvínsglas með góðum mat,“ segir Bassafanturinn að lokum. Eistnaflug Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Sjá meira
Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Mínuss, er sem kunnugt er kominn á sjó og stundar nú sjómennskuna af lífi og sál á togaranum Barða NK 120. Þessa dagana er hann þó í fríi og er kominn norður á land í heyskap. Þröstur ber sjómennskunni vel söguna en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fer á sjó. „Það er eðall að vera á sjó og ég var alltaf á sjónum þegar ég var yngri. Svo eru þetta allt snillingar og þungarokkarar sem eru á togaranum með mér.“ Þröstur segist þó ekki vera alfarið hættur í tónlistinni og segist oft grípa til gítarsins á sjónum. „Ég er bara í pásu frá tónlistinni, á meðan er maður loks farinn að taka alvöru túra.“ Þröstur segist ætla að vera áfram á sjónum í einhvern tíma og segist vera best geymdur þar. „Það er best að vera á sjónum einmitt núna þegar krónan er í rugli því maður fær svo mikið fyrir aflann. Þannig að ég held mig við sjómennskuna í bili.“ Togarinn Barði NK 120 er gerður út frá Neskaupstað þar sem þungarokkshátíðin Eistnaflug var haldin um helgina. Þröstur segist hafa verið á hátíðinni fyrri daginn ásamt hinum skipverjum Barða og segir hátíðina hafa verið magnaða. „Þetta var magnað, ég mæli með því að allir mæti næsta ár. Allavega allir alvöru þungarokkarar.“ Von er á Þresti í bæinn bráðlega en að eigin sögn er hann orðinn helmassaður og tannaður af útiverunni og sjómennskunni. Þegar hann er spurður hvort hann hafi áhuga á að ganga til liðs við hina helmössuðu og tönnuðu meðlimi Merzedes Club að sjómennskunni lokinni segist hann ekki hafa áhuga á því þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Annars ber það hæst í þessum mánuði hjá Þresti að hann mun halda upp á þrítugsafmæli sitt í lok mánaðarins og stefnir á að fagna því í Kaupmannahöfn með vini sínum, útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni. Eiga þá Danir von á illu í lok júlí? „Nei, ég er mjög stilltur og drekk ekki nema einstaka rauðvínsglas með góðum mat,“ segir Bassafanturinn að lokum.
Eistnaflug Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Sjá meira