Viðskipti innlent

Exista rauk upp um 14,4 prósent

Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um rúm 14,4 prósent í mikilli uppsveiflu í Kauphöllinni í byrjun dags. Gengi flestra annarra fjármálafyrirtækja hefur rokið upp um allt að 6,5 prósent.

Existubréfin gáfu lítillega eftir nokkrum mínútum síðar, en standa þó í rúmlega tíu prósenta hækkun.

Færeyjabanki stökk upp um 6,5 prósent og Kaupþing og Bakkavör um 5,6 prósent.

Þá stökk Landsbankinn upp um 5,3 prósent.

Önnur félög hafa hækkað minna, þar af Atorka minnsta, eða um 0,8 prósent.

Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum í dag.

Gengi bréfa í Century Aluminum er eina félagið sem hefur lækkað í verði í dag, eða um 4,7 prósent.

Úrvalsvísitalan rauk upp um 5,6 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og fór vísitalan í 4.071 stig






Fleiri fréttir

Sjá meira


×