Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki 15. desember 2008 19:42 Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV. Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað „stúta“ blaðinu. Maðurinn sem stóð að baki hótunum var Björgólfur Guðmundsson, fyrrum stjórnarformaður Landsbankans. Þetta kemur fram í upptöku af samtali Reynis og Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns á DV, sem sá síðarnefndi tók upp í nóvember og var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. Jón Bjarki greindi frá því á vefritinu NEI í dag að Reynir hafi stöðvað birtingu greinar sem hann skrifaði um Sigurjón í byrjun nóvember. Fréttin snérist um að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum. „Þarna eru bara öfl sem munu stúta okkur,“ sagði Reynir samkvæmt upptökunni. Alvaran hafi verið gríðarlega. Hann sagði að ritstjórn blaðsins hafi þurft að vega og meta hvort þetta mál væri þess eðlis að taka slaginn. Stórir aðildar úti í bæ hafi í krafi fjármagns komið í veg fyrir að fréttin yrði birt. Ritstjórar DV, feðgarnir Reynir og Jón Trausti Reynisson, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þeir segja Jón misskilja hlutverk sitt sem blaðamanns. Rangt sé að stórir aðilir hafi komið í veg fyrir að fréttin yrði birt. Jafnframt sögðu þeir að Jón væri í herferð gegn DV. Feðgarnir fullyrtu að áður hafi þurft að stoppa fréttir frá blaðamanninum. „Þú ert einn af okkar bestu mönnum,“ sagði Reynir í samtali sínu við Jón. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15. desember 2008 13:41 Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað „stúta“ blaðinu. Maðurinn sem stóð að baki hótunum var Björgólfur Guðmundsson, fyrrum stjórnarformaður Landsbankans. Þetta kemur fram í upptöku af samtali Reynis og Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns á DV, sem sá síðarnefndi tók upp í nóvember og var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. Jón Bjarki greindi frá því á vefritinu NEI í dag að Reynir hafi stöðvað birtingu greinar sem hann skrifaði um Sigurjón í byrjun nóvember. Fréttin snérist um að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum. „Þarna eru bara öfl sem munu stúta okkur,“ sagði Reynir samkvæmt upptökunni. Alvaran hafi verið gríðarlega. Hann sagði að ritstjórn blaðsins hafi þurft að vega og meta hvort þetta mál væri þess eðlis að taka slaginn. Stórir aðildar úti í bæ hafi í krafi fjármagns komið í veg fyrir að fréttin yrði birt. Ritstjórar DV, feðgarnir Reynir og Jón Trausti Reynisson, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þeir segja Jón misskilja hlutverk sitt sem blaðamanns. Rangt sé að stórir aðilir hafi komið í veg fyrir að fréttin yrði birt. Jafnframt sögðu þeir að Jón væri í herferð gegn DV. Feðgarnir fullyrtu að áður hafi þurft að stoppa fréttir frá blaðamanninum. „Þú ert einn af okkar bestu mönnum,“ sagði Reynir í samtali sínu við Jón.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15. desember 2008 13:41 Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15. desember 2008 13:41
Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33