Viðskipti erlent

Sveiflur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum

Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku.
Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku.
Sveiflur hafa verið á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag eftir mikla uppsveiflu á föstudag í kjölfar viðamikilla aðgerða bandarískra stjórnvalda til að koma í veg fyrir áframhaldandi hremmingar á mörkuðum. Greinendur og aðrir sérfræðingar sögðu í samtali við Associated Press-fréttastofuna um helgina, að líklega mætti búast við nokkrum sveiflum næstu daga. Byggist það bæði á því að stjórnvöld vestanhafs ræddu í þaula um nánari útlistun á aðgerðunum auk þess sem fjárfestar þurfa að rýna í þær og átta sig á því hvað þær merkja. FTSE-vísitalan í Bretlandi fór úr plús í mínus í morgun en hefur nú hækkað um 0,18 prósent. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,1 prósent, CAC-40 vísitalan í Frakklandi farið upp um 0,29 prósent auk þess sem sveiflur eru á Norðurlöndunum. Þannig hafa hlutabréf á aðallista kauphallarinnar í Kaupmannahöfn hækkað að meðaltali um 0,08 prósent en lækkað um 0,14 í Stokkhólmi í Svíþjóð og um 1,01 prósent í Helsinki í Finnlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×