Viðskipti erlent

Fjárfestar kátir í Asíu

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mynd/AFP
Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í Asíu í nótt eftir að kínversk stjórnvöld ákváðu að dæla fé inn í efnahagslífið með það fyrir augum að blása lífi í hagkerfið. Jafnvirði 586 milljarða bandaríkjadala verðum veitt inn á fasteignamarkaði og á fleiri staði vítt og breytt um land. Þar af verður háum fjárhæðum veitt til uppbyggingar til Sichuan-héraðs næstu tvö árin. Þá er inni í upphæðinni veruleg skattalækkun auk þess sem bankar og fjármálafyrirtæki fá auknar heimildir til að útlána í dreifðari héruðum Kína og til tæknifyrirtækja. Verulegur kippur varð í kauphölllinni í Sjanghæ í Kína við þetta og var veltan tæplega tvöfalt meiri en á venjulegum mánudegi. CSI-hlutabréfavísitalan þar í land stökk upp um fimm prósent. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan í Japan um 5,49 prósent. Svipuð hækkun var á öðrum mörkuðum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að aðgerðirnar séu viðamiklar og geti haft góð áhrif fyrir alþjóðlegt efnahagslíf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×