Fótbolti

Reynt að koma Laporta frá völdum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joan Laporta, forseti Barcelona.
Joan Laporta, forseti Barcelona. Nordic Photos / AFP

Tæplega tíu þúsund meðlimir Barcelona hafa skrifað undir tillögu þess efnis að allsherjarkosningar verði haldnar hjá félaginu í sumar um hvort boða eigi til nýrra forsetakosninga. Joan Laporta er núerandi forseti félagsins en mikillar ánægju með hans störf gætir meðal stuðningsmanna Börsunga.

Oriol Giralt, stuðningsmaður félagsins, stendur fyrir þessu en samkvæmt lögum félagsins þarf ekki nema 5882 undirskriftir til að tillagan öðlist gildi en alls safnaði hann 9473 undirskriftum.

Til þess að samþykkja tillöguna þarf að halda allsherjarkosningar innan félagsins. Tveir þriðjungar þeirra sem kjósa þurfa að samþykkja hana svo hægt sé að halda forsetakosningar. Alls eru 117 þúsund meðlimir félagsins á kjörskrá.

„Það þarf eitthvað að breytast í efstu þrepum félagsins," sagði Giralt. „Það er eitthvað mikið að þessum forseta. Ástæðurnar eru ekki aðeins íþróttalegs eðlis. Síðustu tvö tímabil hafa verið skelfileg. Forseti þessa félags þarf að vera heiðursmaður."

Laporta er nú á sínu öðru kjörtímabili sem forseti Barcelona og því á ekki að ljúka fyrr en árið 2010. Hann má ekki bjóða sig fram aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×