Tónlist

Ráðstefnan komin til að vera

Anna Hildur segir að ráðstefnan You Are In Control sé komin til að vera.
Anna Hildur segir að ráðstefnan You Are In Control sé komin til að vera.

„Ráðstefnan gekk alveg vonum framar. Við erum syngjandi glöð sem stóðum að henni," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útóns, sem skipulagði alþjóðlegu ráðstefnuna You Are in Control sem var haldin á Hótel Sögu.

Þar ræddu háttsettir aðilar úr tónlistarbransanum um ný viðskiptamódel á sviði afþreyingar og listmiðlunar. Einnig fylgdust þeir flestir með Iceland Airwaves-hátíðinni og skemmtu sér vel.

Anna segir að ráðstefnan sé komin til að vera, enda hafi erlendu gestirnir gefið henni mjög góða einkunn. „Okkar metnaður liggur í því að skapa svona ráðstefnu til að gera okkur samkeppnishæf. Það er engin ástæða til annars þegar vefurinn er farinn að spila svona stóra rullu í þeim viðskiptamódelum sem við vinnum í. Við eigum að geta byggt upp miklu meira stórveldi í kringum okkar tónlistargeira. Ímynd á íslenskri tónlist er sterk og hefur verið í langan tíma og það eru virkileg tækifæri sem liggja í þessu," segir hún. „Það er mikilvægt að svona ráðstefna fari fram hér því við getum skapað miklu áhrifameiri tengsl. Hérna er ekkert sem dreifir athygli enda er fólk bara að koma hingað til að hlusta á íslenska tónlist." - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.