Íslenski boltinn

Dóra María líklega áfram í Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dóra María Lárusdóttir í leik með Val í sumar.
Dóra María Lárusdóttir í leik með Val í sumar. Mynd/Stefán

Dóra María Lárusdóttir segir líklegast að hún verði áfram í Val en samningur hennar við félagið rennur út núna um áramótin.

Hún segir það ólíklegt að hún muni reyna fyrir sér erlendis. „Ég hef fengið einhverjar fyrirspurnir erlendis frá en það er líklegast að ég verði áfram í Val. En ef eitthvað mjög spennandi kemur upp er aldrei að vita hvað gerist."

Dóra María segir að hún sé ánægð á Íslandi. „Ég er nýkomin aftur heim eftir að hafa verið úti í námi og líður vel heima. Þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem ég náði að klára heilt tímabil mér Val og það leiddist mér ekki."

Hún skoraði fimmtán mörk í sautján leikjum með Val í ár auk þess sem hún spilaði stórt hlutverk í íslenska landsliðinu. Hún skoraði tvö mörk og lagði það þriðja upp í 3-0 sigri Íslands á Írlandi sem tryggði liðinu þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. Þá var hún einnig valin besti leikmaður Íslandsmótsins í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×