Fílabeinsturn ráðherrans Guðni Ágústsson skrifar 27. júlí 2008 06:00 Það er eflaust erfitt að tilheyra daufri ríkisstjórn. Öðruvísi er ekki hægt að útskýra viðbrögð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Fréttablaðinu fyrir helgi þar sem hann rembist við að rægja Framsóknarflokkinn af fádæma yfirlæti. Tilgangur Einars er náttúrulega sá að drekkja umræðunni um dugleysi hans og allrar ríkisstjórnarinnar í brýnustu málum þjóðarinnar. Ef til vill er ekki við öðru að búast þegar menn eru málefnalega gjaldþrota og líði illa á sálinni. Þó Einar K. upplifi málefnalegar tillögur okkar framsóknarmanna, til aðstoðar vandræða ríkisstjórninni eins og margir eru farnir að nefna hana, sem neikvæðni þá eru það nú svo að þær hafa samhljóm þjóðfélagsins, atvinnulífsins og fyrirtækja. Þær eru jákvæðar fyrir fólkið í landinu og munu skila hér mýkri lendingu en ella. Þetta vita ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum, Illugi og Bjarni, sem taka nú undir þessar tillögur og rassskella forystu sína fyrir framan alþjóð. Það veldur eflaust reiði í flokknum, sérstaklega meðal þeirra sem hafa þjónað sérhagsmunum auðmanna. Ráðherra er því nær að líta í eigin barm. Hann tók 20 milljarða út úr sjóvarútveginum í mesta niðurskurði allra tíma, hann kokgleypti svokallaðar mótvægisaðgerðir sem gagnast ekki sjómönnunum, verkafólkinu né útgerðum. Sjávarútvegsráðherra er enginn auðfúsugestur í sjávarbyggðunum um þessar mundir. Fólkið spyr eftir aðgerðum. Vandi framsóknarmanna er þó ekki meiri en svo að sjálfstæðismenn hafa samband við okkur um allt land til sjávar og sveita og segjast ekki þekkja flokkinn sinn. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að fá þann skell sem hann á skilið fyrir aumt samstarf við Samfylkinguna, sem virkar eins og marglytta á Sjálfstæðisflokkinn og dregur úr honum allt afl. Það er engin kjölfesta í samstarfinu. Ráðning forsætisráðherra á Tryggva Þór Herbertssyni hefur orkað tvímælis, ekki bara hjá okkur framsóknarmönnum heldur vítt og breitt í samfélaginu. Tryggvi er eflaust ágætis piltur en aðeins einn af tugum hagfræðinga sem forsætisráðherra hefur aðgang að og ráðning hans því sjónarspil. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það er eflaust erfitt að tilheyra daufri ríkisstjórn. Öðruvísi er ekki hægt að útskýra viðbrögð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Fréttablaðinu fyrir helgi þar sem hann rembist við að rægja Framsóknarflokkinn af fádæma yfirlæti. Tilgangur Einars er náttúrulega sá að drekkja umræðunni um dugleysi hans og allrar ríkisstjórnarinnar í brýnustu málum þjóðarinnar. Ef til vill er ekki við öðru að búast þegar menn eru málefnalega gjaldþrota og líði illa á sálinni. Þó Einar K. upplifi málefnalegar tillögur okkar framsóknarmanna, til aðstoðar vandræða ríkisstjórninni eins og margir eru farnir að nefna hana, sem neikvæðni þá eru það nú svo að þær hafa samhljóm þjóðfélagsins, atvinnulífsins og fyrirtækja. Þær eru jákvæðar fyrir fólkið í landinu og munu skila hér mýkri lendingu en ella. Þetta vita ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum, Illugi og Bjarni, sem taka nú undir þessar tillögur og rassskella forystu sína fyrir framan alþjóð. Það veldur eflaust reiði í flokknum, sérstaklega meðal þeirra sem hafa þjónað sérhagsmunum auðmanna. Ráðherra er því nær að líta í eigin barm. Hann tók 20 milljarða út úr sjóvarútveginum í mesta niðurskurði allra tíma, hann kokgleypti svokallaðar mótvægisaðgerðir sem gagnast ekki sjómönnunum, verkafólkinu né útgerðum. Sjávarútvegsráðherra er enginn auðfúsugestur í sjávarbyggðunum um þessar mundir. Fólkið spyr eftir aðgerðum. Vandi framsóknarmanna er þó ekki meiri en svo að sjálfstæðismenn hafa samband við okkur um allt land til sjávar og sveita og segjast ekki þekkja flokkinn sinn. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að fá þann skell sem hann á skilið fyrir aumt samstarf við Samfylkinguna, sem virkar eins og marglytta á Sjálfstæðisflokkinn og dregur úr honum allt afl. Það er engin kjölfesta í samstarfinu. Ráðning forsætisráðherra á Tryggva Þór Herbertssyni hefur orkað tvímælis, ekki bara hjá okkur framsóknarmönnum heldur vítt og breitt í samfélaginu. Tryggvi er eflaust ágætis piltur en aðeins einn af tugum hagfræðinga sem forsætisráðherra hefur aðgang að og ráðning hans því sjónarspil. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun