Viðskipti innlent

Gengishagnaður lyftir afkomu Atlantic Petroleum

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum.
Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum. Mynd/Valli

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem bæði er skráð á markað hér og í Danmörku, tapaði um 31,4 milljónum danskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins, jafnvirði 511 milljónum íslenskra. Þetta er 7,9 milljónum betri afkoma í dönskum krónum talið en á sama tíma í fyrra. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam hins vegar 2,8 milljónum danskra og er langmestu leyti tilkominn af gengishagnaði.

Á sama tíma í fyrra tapaði olíuleitarfélagið, sem að öðru leyti hefur aldrei skilað hagnaði, 35,2 milljónum danskra króna.

Eigið fé olíuleitarfélagsins nam tæpum tvö hundruð milljónum danskra króna í enda júnímánaðar samanborið við 227,1 milljón danskra króna í lok síðasta árs, að því er fram kemur í uppgjörinu.

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum, segir í tilkynningu uppgjörið í takti við væntingar stjórnenda. Sé tillit tekið til þess að framkvæmdir á Chestnut-svæðinu hafi frestast en reiknað sé með að þær hefjist á þessum fjórðungi. Þá er búist við að framkvæmdir hefjist á Ettrick-svæðinu síðar á þessu ári. Hins vegar megi reikna með auknum rekstrarkostnaði en áður var reiknað með vegna töfum á framkvæmdum.

Uppgjör Atlantic Petroleum










Fleiri fréttir

Sjá meira


×