Tónlist

Páll Óskar mokaði inn verðlaunum

Páll Óskar Hjálmtýsson vann öll verðlaun sem hann hugsanlega gat á hlustendaverðlaunum FM 957 í Háskólabíói um helgina. Palli var tilnefndur sem besti söngvari ársins, besti sólóartistinn, bestur á sviði, og fyrir besta lag og plötu ársins og hlaut verðlaunin í öllum þeim flokkum.

Eflaust þykir flestum ágætt að vinna fimm verðlaun af átta á einni stærstu uppskeruhátíð íslenskra tónlistamanna. Afrekið er þó ekki síðra fyrir þær sakir að Palli vann alla flokka sem hann gat mögulega keppt í, en þeir sem eftir standa voru söngkona ársins, nýliðar ársins, og besta hljómsveitin.

Regína Ósk var valin söngkona ársins. Bestu nýliðarnir þóttu Dalton, óheppnasta sveit íslands, og Sprengjuhöllin var valin hljómsveit ársins.

Hlustendaverðlaunin voru veitt í tíunda sinn í ár og var hátíðin ein sú glæsilegasta til þessa. Rjómi íslenskra tónlistamanna kom fram, og var hátíðin sýnd í beinni á Stöð 2 og Vísi.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.