Fótbolti

Eiður Smári hrósar þjálfara sínum

AFP

Eiður Smári Guðjohnsen segir að topplið Barcelona hafi fundið neista sinn og sigurvilja á ný eftir að Pep Guardiola tók við liðinu.

Barcelona hefur spilað mjög vel í vetur og hefur auk þess að vera á toppnum náð þægilegu forskoti á erkifjendur sína í Real Madrid.

"Við erum komnir með réttu blönduna af hæfileikum, skipulagi og baráttu. Ég er ekki frá því að árangur okkar hafi farið fram úr vonum því enginn hefði spáð því að við yrðum 12 stigum á undan Real á þessum tímapunkti. Við verðum að taka hverjum einasta leik sem úrslitaleik það sem eftir lifir leiktíðar," " sagði Eiður í samtali við sjónvarpsstöðina laSexta á Spáni

Flestir reiknuðu með því að Eiður Smári færi frá Barcelona síðasta sumar eftir að hafa fengið fá tækifæri leiktíðina á undan, en Pep Guardiola þjálfari gerði íslenska landsliðsmanninum það fljótlega ljóst að hann væri inni í myndinni hjá sér.

"Ég gæti ekki farið fram á meira frá þjálfaranum. Undir hans stjórn upplifir maður að maður spili hlutverk í liðinu og sé hluti af félaginu. Hann hugsar vel um leikmennina," sagði Eiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×