Ný réttarskipan rædd eftir dóm Birgis Páls 17. apríl 2008 00:01 Mál Birgis Páls hefur vakið pólitíska umræðu um færeyskt réttarfar. Ráðherra dómsmála telur að Færeyingar verði að koma sér upp sinni eigin réttarskipan. Helena Dam á Neystabö, sá ráðherra í ríkisstjórn Færeyja sem fer með dómsmál, telur að Færeyingar þurfi að koma sér upp sinni eigin réttarskipan, í stað þeirrar dönsku sem þar ríkir nú. Þetta sagði hún í samtali við færeyska ríkisútvarpið. Tiltók hún sérstaklega þá venju að fangar sitji í langri einangrunarvist, en ítrekaði að um pólitíska umræðu væri að ræða. Hún telur lítinn möguleika á að breyta þessu á meðan Færeyingar búa við danskt réttarfar. Dómurinn yfir Birgi Páli Marteinssyni er kveikja umræðunnar. Mörgum þykir hann of strangur og enn fleiri setja spurningarmerki við þá löngu einangrunarvist sem Birgir Páll mátti sæta. Hann sat 200 daga í varðhaldi, þar af 168 í einangrun í tvennu lagi, þar með talið síðustu 134 dagana. Birgi var sleppt úr einangrun, en þegar upp komst að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu var hann færður í einangrun aftur. Færeyjadeild Amnesty International hefur gagnrýnt einangrunarvistina og hyggur á rannsókn á því hvernig einangrun er beitt í færeyskum fangelsum. „Við teljum langa einangrunarvist, eins og í tilfelli Birgis Páls, vera ákveðna tegund pyntingar,“ segir Firouz Gaini, formaður deildarinnar. „Hún getur haft mjög alvarlegar sálrænar og félagslegar afleiðingar fyrir viðkomandi.“ Amnesty International hefur gagnrýnt dönsk stjórnvöld fyrir beitingu einangrunarvistar. Firouz segir að Amnesty telji að einangrun eigi að vera neyðarúrræði. „Við teljum að einangrunarvist eigi að vera, ef ekki bönnuð algjörlega, þá bundin við neyðartilfelli.“ Olavur Jákup Kristoffersen, verjandi Birgis, segir mikla umræðu hafa skapast í Færeyjum í kjölfar dóms hans. „Menn eru ýmist að ræða um lengd dómsins eða lengd einangrunarvistarinnar. Almennt talið finnst mönnum einangrunin allt of löng. Færeyingar eru vanir löngum dómum í fíkniefnamálum, en mörgum ofbýður lengd þessa dóms,“ segir Olavur. Firouz tekur undir þetta. Linda Hesselberg, saksóknari í máli Birgis, varaði í færeyska útvarpinu við því að lengd einangrunarvistar verði settar hömlur, slíkt geti líka haft afleiðingar í för með sér. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort refsingunni verður áfrýjað. Olavur Jákup segir venju að nýta til fulls þann frest sem gefinn er, eða tvær vikur.kolbeinn@frettabladid.is Pólstjörnumálið Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Helena Dam á Neystabö, sá ráðherra í ríkisstjórn Færeyja sem fer með dómsmál, telur að Færeyingar þurfi að koma sér upp sinni eigin réttarskipan, í stað þeirrar dönsku sem þar ríkir nú. Þetta sagði hún í samtali við færeyska ríkisútvarpið. Tiltók hún sérstaklega þá venju að fangar sitji í langri einangrunarvist, en ítrekaði að um pólitíska umræðu væri að ræða. Hún telur lítinn möguleika á að breyta þessu á meðan Færeyingar búa við danskt réttarfar. Dómurinn yfir Birgi Páli Marteinssyni er kveikja umræðunnar. Mörgum þykir hann of strangur og enn fleiri setja spurningarmerki við þá löngu einangrunarvist sem Birgir Páll mátti sæta. Hann sat 200 daga í varðhaldi, þar af 168 í einangrun í tvennu lagi, þar með talið síðustu 134 dagana. Birgi var sleppt úr einangrun, en þegar upp komst að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu var hann færður í einangrun aftur. Færeyjadeild Amnesty International hefur gagnrýnt einangrunarvistina og hyggur á rannsókn á því hvernig einangrun er beitt í færeyskum fangelsum. „Við teljum langa einangrunarvist, eins og í tilfelli Birgis Páls, vera ákveðna tegund pyntingar,“ segir Firouz Gaini, formaður deildarinnar. „Hún getur haft mjög alvarlegar sálrænar og félagslegar afleiðingar fyrir viðkomandi.“ Amnesty International hefur gagnrýnt dönsk stjórnvöld fyrir beitingu einangrunarvistar. Firouz segir að Amnesty telji að einangrun eigi að vera neyðarúrræði. „Við teljum að einangrunarvist eigi að vera, ef ekki bönnuð algjörlega, þá bundin við neyðartilfelli.“ Olavur Jákup Kristoffersen, verjandi Birgis, segir mikla umræðu hafa skapast í Færeyjum í kjölfar dóms hans. „Menn eru ýmist að ræða um lengd dómsins eða lengd einangrunarvistarinnar. Almennt talið finnst mönnum einangrunin allt of löng. Færeyingar eru vanir löngum dómum í fíkniefnamálum, en mörgum ofbýður lengd þessa dóms,“ segir Olavur. Firouz tekur undir þetta. Linda Hesselberg, saksóknari í máli Birgis, varaði í færeyska útvarpinu við því að lengd einangrunarvistar verði settar hömlur, slíkt geti líka haft afleiðingar í för með sér. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort refsingunni verður áfrýjað. Olavur Jákup segir venju að nýta til fulls þann frest sem gefinn er, eða tvær vikur.kolbeinn@frettabladid.is
Pólstjörnumálið Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent