Fótbolti

Byrjunarlið kvöldsins í Meistaradeildinni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rio Ferdinand byrjar.
Rio Ferdinand byrjar.

Átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld og eru Manchester United og Barcelona í vænlegri stöðu. Búið er að tilkynna byrjunarliðin.

Rio Ferdinand er í byrjunarliði Manchester United en varamannabekkur liðsins er stjörnum prýddur. Þar sitja m.a. Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo. United vann á Ítalíu 2-0.

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona sem fær Schalke í heimsókn. Börsungar unnu 1-0 í Þýskalandi.

Byrjunarlið Man Utd: Van der Sar; Brown, Ferdinand, Piqué, Silvestre; Park, Carrick, Hargreaves, Anderson, Giggs; Tévez.

Byrjunarlið Roma: Doni, Panucci, Juan, Mexes, Pizarro, Vucinic, Taddei, De Rossi, Perrotta, Mancini, Cassetti.

Byrjunarlið Barcelona: Valdés; Zambrotta, Puyol, Thuram, Abidal; Yaya Touré, Xavi, Iniesta; Eto´o, Henry, Bojan.

Byrjunarlið Schalke: Neuer; Rafinha, Bordon, Krstajic, Westerman; Ernst, Jones, Kobaishvili; Altintop, Asamoah, Kuranyi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×