Innlent

Dómþing í Pólstjörnumáli í Færeyjum

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum.
Dómþing hefst í dag í máli Íslendingsins í Færeyjum sem sakaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða.

Maðurinn, Birgir Marteinsson, hefur setið í einangrun í tæplega hálft ár vegna málsins en samkvæmt færeyskum miðlum er honum gefið að sök að hafa tekið á móti og geymt fíkniefnin sem haldlögð voru á Fáskrúðsfirði í september í fyrra, 24 kíló af amfetamíni, 15 kíló af e-pilludufti og nærri 1800 e-töflur.

Eins og fram hefur komið á Vísi fór Guðbjarni Traustason, einn þeirra sem dæmdir voru í Pólstjörnumálinu, til Færeyja til þess að bera vitni í málinu en þeir sem dæmdir voru fyrir málið hér á landi segja Birgi í Færeyjum saklausan og að hann hafi aldrei átt að koma nálægt þessu máli.

Kviðdómur kemur að málinu og á maðurinn yfir höfði sér minnst fjögurra ára fangelsi verði hann sakfelldur eftir því sem færeyski miðlar greina frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×