Benedikt boðar breytingar hjá KR 4. apríl 2008 15:09 Benedikt axlar ábyrgð á tapinu í gær Mynd/Daniel Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vildi í gær meina að sér hefði mistekist að laða fram það besta í sínum mönnum þegar þeir féllu úr leik gegn ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Vísir náði tali af þjálfaranum í dag og spurði hann út í ummæli hans í vitali við Stöð 2 Sport í gær, þar sem hann vildi meina að hann hefði ekki náð að laða fram það besta í leikmönnum eins og Brynjari Björnssyni, Helga Magnússyni og JJ Sola. Benedikt boðar breytingar hjá KR næsta vetur, en ætlar ekki að leggjast í þunglyndi þrátt fyrir tapið í gær. "Ég er þjálfari sem vill helst spila hraðan bolta, en þetta lið varð eiginlega aldrei eins og ég vildi hafa það í vetur. Okkar styrkleiki var undir körfunni og maður reyndi því að aðlaga leik liðsins að því, en það má segja að mér hafi mistekist að stilla saman hóp sem hentaði mínum leikstíl," sagði Benedikt. "Maður er með ákveðinn íslenskan hóp og maður fyllir inn í þar sem vantar með erlendum leikmönnum. Hugsanlega náði ég ekki í réttu leikmennina, en ég var að reyna að ná mér í leikmenn sem maður þótti vera örugga - þ.e. leikmenn sem höfðu spilað hérna áður. Það getur verið að ég hafi að einhverju leiti verið að láta þá spila leikaðferðir sem hentuðu þeim ekki best. Við ákváðum bara að reyna að kýla á þetta og reyna að vinna með þessu liði, en það bara tókst ekki og ábyrgðin er alfarið á mínum höndum hvað það varðar," sagði Benedikt. "Ég náði aldrei fram þessum hraða sem var t.d. á liðnu í fyrra, við vorum meira í einhverju moði undir körfunni og það er taktík sem ég hef ekki mikið spilað. Þetta er þannig deild að ég held að þessi leikstíll henti bara ekki." Benedikt nafngreindi ofangreinda leikmenn þegar hann talaði um hvað hefði farið úrskeiðist hjá KR í úrslitakeppninni, en hann vill alls ekki kenna þeim um hvernig fór. "Þetta eru allt toppleikmenn og ég er að vona að menn fari ekki að taka þá út og gagnrýna þá. Það er mitt að fá toppleik út úr þessum strákum og því verð ég að taka þetta allt á mig. Ég er búinn að þekkja þessa stráka síðan þeir voru pjakkar og hef átt þátt í að móta þá. Ég veit ekki enn hvað það var sem olli því að ég fékk ekki meira út úr þeim en menn eiga fyrst og fremst koma til mín ef þeir ætla að gagnrýna liðið. Mér þykir vænt um þessa stráka og hef alltaf fengið toppleik frá þeim, þannig að ég mun verja þá með kjafti og klóm. Ég bara er ekki enn búinn að fatta hvernig mér tókst að láta þessa stráka líta út eins og byrjendur," sagði Benedikt. Benedikt er staðráðinn í að halda áfram með lið KR en ætlar eitthvað að breyta um áherslur næsta vetur. "Ég er með breytt bak eftir mörg ár í þessu og ég ætla ekki að sökkva mér í þunglyndi yfir þessu. Ég ætla að koma með öflugt KR-lið til leiks á næsta ári og reyna að ná langt. Án þess að fara út í smáatriði mun ég gera margt öðruvísi. Maður á eftir að setjast niður með leikmönnum og finna út hverjir verða áfram. Svo reynir maður að fylla inn í eyðurnar," sagð Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vildi í gær meina að sér hefði mistekist að laða fram það besta í sínum mönnum þegar þeir féllu úr leik gegn ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Vísir náði tali af þjálfaranum í dag og spurði hann út í ummæli hans í vitali við Stöð 2 Sport í gær, þar sem hann vildi meina að hann hefði ekki náð að laða fram það besta í leikmönnum eins og Brynjari Björnssyni, Helga Magnússyni og JJ Sola. Benedikt boðar breytingar hjá KR næsta vetur, en ætlar ekki að leggjast í þunglyndi þrátt fyrir tapið í gær. "Ég er þjálfari sem vill helst spila hraðan bolta, en þetta lið varð eiginlega aldrei eins og ég vildi hafa það í vetur. Okkar styrkleiki var undir körfunni og maður reyndi því að aðlaga leik liðsins að því, en það má segja að mér hafi mistekist að stilla saman hóp sem hentaði mínum leikstíl," sagði Benedikt. "Maður er með ákveðinn íslenskan hóp og maður fyllir inn í þar sem vantar með erlendum leikmönnum. Hugsanlega náði ég ekki í réttu leikmennina, en ég var að reyna að ná mér í leikmenn sem maður þótti vera örugga - þ.e. leikmenn sem höfðu spilað hérna áður. Það getur verið að ég hafi að einhverju leiti verið að láta þá spila leikaðferðir sem hentuðu þeim ekki best. Við ákváðum bara að reyna að kýla á þetta og reyna að vinna með þessu liði, en það bara tókst ekki og ábyrgðin er alfarið á mínum höndum hvað það varðar," sagði Benedikt. "Ég náði aldrei fram þessum hraða sem var t.d. á liðnu í fyrra, við vorum meira í einhverju moði undir körfunni og það er taktík sem ég hef ekki mikið spilað. Þetta er þannig deild að ég held að þessi leikstíll henti bara ekki." Benedikt nafngreindi ofangreinda leikmenn þegar hann talaði um hvað hefði farið úrskeiðist hjá KR í úrslitakeppninni, en hann vill alls ekki kenna þeim um hvernig fór. "Þetta eru allt toppleikmenn og ég er að vona að menn fari ekki að taka þá út og gagnrýna þá. Það er mitt að fá toppleik út úr þessum strákum og því verð ég að taka þetta allt á mig. Ég er búinn að þekkja þessa stráka síðan þeir voru pjakkar og hef átt þátt í að móta þá. Ég veit ekki enn hvað það var sem olli því að ég fékk ekki meira út úr þeim en menn eiga fyrst og fremst koma til mín ef þeir ætla að gagnrýna liðið. Mér þykir vænt um þessa stráka og hef alltaf fengið toppleik frá þeim, þannig að ég mun verja þá með kjafti og klóm. Ég bara er ekki enn búinn að fatta hvernig mér tókst að láta þessa stráka líta út eins og byrjendur," sagði Benedikt. Benedikt er staðráðinn í að halda áfram með lið KR en ætlar eitthvað að breyta um áherslur næsta vetur. "Ég er með breytt bak eftir mörg ár í þessu og ég ætla ekki að sökkva mér í þunglyndi yfir þessu. Ég ætla að koma með öflugt KR-lið til leiks á næsta ári og reyna að ná langt. Án þess að fara út í smáatriði mun ég gera margt öðruvísi. Maður á eftir að setjast niður með leikmönnum og finna út hverjir verða áfram. Svo reynir maður að fylla inn í eyðurnar," sagð Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik