Sport

Loeb sigraði í Argentínu fjórða árið í röð

NordcPhotos/GettyImages

Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen komst í dag aftur á toppinn á heimsmeistaramótinu í rallakstri þegar hann sigraði í Argentínurallinu fjórða árið í röð. Þetta var annar sigur Frakkans í röð eftir að hann sigraði í síðustu keppni sem haldin var í Mexíkó.

Ástralinn Chris Atkinson á Subaru varð annar í keppninni í Argentínu og félagi Loeb hjá Citroen, Dani Sordo, varð þriðji.

Loeb kom tveimur og hálfri mínútu á undan Atkinson í mark í dag, en Sordo var rúmum fjórum mínútum á eftir honum. Sigur Loeb var nokkuð öruggur eftir að helstu keppinautar hans í mótinu Mikko Hirvonen og Petter Solberg lentu í vandræðum í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×