Körfubolti

NBA gerir aðra innrás í Evrópu

Kevin Garnett og félagar hjá Boston gerðu góða hluti í Evrópu síðasta haust
Kevin Garnett og félagar hjá Boston gerðu góða hluti í Evrópu síðasta haust NordcPhotos/GettyImages

NBA deildin hefur tilkynnt hvaða fjögur lið muni spila í Evrópu á undirbúningstímabilinu næsta haust. Þetta verður þriðja árið í röð sem atvinnulið frá Bandaríkjunum sýna sig fyrir Evrópubúum.

Í ár verða það Miami Heat, New Jersey Nets, New Orleans Hornets og Washington Wizards sem spila munu æfingaleiki í Berlín, London, París og Barcelona í október í haust.

Hér fyrir neðan má sjá dagsetningar sem settar hafa verið á innbyrðisleiki NBA liðanna í Evrópu:

9. okt - New Jersey-Miami í París

12. okt - New Jersey-Miami í London

14. okt - Washington - New Orleans í Berlín

17. okt - Washington - New Orleans í Barcelona

Rúmar 10 milljónir manna sáu leiki NBA liðanna í Evrópu í fyrra og yfir 75,000 manns mættu á leikina.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×