Fíkniefnafundur á Fáskrúðsfirði hefur lítil áhrif á verð 19. mars 2008 13:19 Fíkniefnafundurinn í Fáskrúðsfjarðarmálinu virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi til langs tíma ef marka má verð á fíkniefnum nú um stundir. Yfirlæknir á Vogi segir að þegar þrengt sé að einu efni sæki fíklar í annað. Lögregla kom í veg fyrir að yfir 40 kíló af fíkniefnum kæmust á markað hér á landi með því að gera þau upptæk í skútu sem kom að Fáskrúðsfirði í september í fyrra. Alls var um að ræða 23,5 kíló af amfetamíni, tæp 14 kíló af e-töflu dufti og hátt í 1800 e-töflur. SÁÁ tekur saman verð á ólöglegum fíkniefnum reglulega og ef marka má nýjustu tölur, sem eru síðan í febrúar, hefur verðið á helstu efnum á markaði lítið breyst frá því fyrir fíkniefnafundinn. Þannig kostaði grammið af hassi um 2200 krónur í ágúst 2007 en kostar nú um 2100 krónur. Amfetamín kostaði rúmlega 4300 krónur í ágúst en kostar nú um fjögur þúsund krónur og þá kostar e-pillan 2.300 en kostaði í ágúst 2.150. Kókaín kostar hins vegar 11.900 nú en kostaði um 13.500 í ágúst. Tekið skal fram að hér er um meðaltalstölur að ræða sem byggjast á upplýsingum hjá innrituðum sjúklingum hjá SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að fíkniefnamarkaðurinn sé fjölbreytilegur og fólki noti alls kyns vímuefni, bæði læknalyf og ólögleg fíkniefni. Ef þrengt sé að einhverju efni þá færist neysla manna hreinlega til. Þá bendir hann á að verð á fíkniefnum geti verið misjafnt eftir því hvenær dags það sé selt og hvar það sé selt.Neysla örvandi efna aldrei verið meiri Hann segir fíkniefnafund eins og í haust vissulega hafa þýðingu en erfitt sé að segja um áhrifin til langs tíma. „Tölurnar fyrir síðasta ár sýna að amfetamínið hefur aðeins gefið eftir en kókaín er að fylla skarð þess," segir Þórarinn og segir neyslu örvandi fíkniefna aldrei verið meiri en undanfarin tvö ár. „Það hefur verið hæg aukning frá árinu 2000 en hún er stöðug. Neytendur eru aðallega fólk á aldrinum 20-30 ára og þeir eru þungir, með miklar sýkingar og margir komnir með geðeinkenni vegna neyslunnar," segir Þórarinn. Um verðmyndun á fíkniefnamarkaði segir Þórarinn að honum sýnist sem hún fari eftir verði á hassi. Þannig breytist verð á kókaíni og amfetamíni í réttu hlutfalli við verð á hassi og e-pillu. Þeir sem noti dýrari og sterkari efni eins og kókaín og amfetamín þurfi að selja um tíu skammta af hassi eða e-pillu til þess að fjármagna neyslu sína. Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Fíkniefnafundurinn í Fáskrúðsfjarðarmálinu virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi til langs tíma ef marka má verð á fíkniefnum nú um stundir. Yfirlæknir á Vogi segir að þegar þrengt sé að einu efni sæki fíklar í annað. Lögregla kom í veg fyrir að yfir 40 kíló af fíkniefnum kæmust á markað hér á landi með því að gera þau upptæk í skútu sem kom að Fáskrúðsfirði í september í fyrra. Alls var um að ræða 23,5 kíló af amfetamíni, tæp 14 kíló af e-töflu dufti og hátt í 1800 e-töflur. SÁÁ tekur saman verð á ólöglegum fíkniefnum reglulega og ef marka má nýjustu tölur, sem eru síðan í febrúar, hefur verðið á helstu efnum á markaði lítið breyst frá því fyrir fíkniefnafundinn. Þannig kostaði grammið af hassi um 2200 krónur í ágúst 2007 en kostar nú um 2100 krónur. Amfetamín kostaði rúmlega 4300 krónur í ágúst en kostar nú um fjögur þúsund krónur og þá kostar e-pillan 2.300 en kostaði í ágúst 2.150. Kókaín kostar hins vegar 11.900 nú en kostaði um 13.500 í ágúst. Tekið skal fram að hér er um meðaltalstölur að ræða sem byggjast á upplýsingum hjá innrituðum sjúklingum hjá SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að fíkniefnamarkaðurinn sé fjölbreytilegur og fólki noti alls kyns vímuefni, bæði læknalyf og ólögleg fíkniefni. Ef þrengt sé að einhverju efni þá færist neysla manna hreinlega til. Þá bendir hann á að verð á fíkniefnum geti verið misjafnt eftir því hvenær dags það sé selt og hvar það sé selt.Neysla örvandi efna aldrei verið meiri Hann segir fíkniefnafund eins og í haust vissulega hafa þýðingu en erfitt sé að segja um áhrifin til langs tíma. „Tölurnar fyrir síðasta ár sýna að amfetamínið hefur aðeins gefið eftir en kókaín er að fylla skarð þess," segir Þórarinn og segir neyslu örvandi fíkniefna aldrei verið meiri en undanfarin tvö ár. „Það hefur verið hæg aukning frá árinu 2000 en hún er stöðug. Neytendur eru aðallega fólk á aldrinum 20-30 ára og þeir eru þungir, með miklar sýkingar og margir komnir með geðeinkenni vegna neyslunnar," segir Þórarinn. Um verðmyndun á fíkniefnamarkaði segir Þórarinn að honum sýnist sem hún fari eftir verði á hassi. Þannig breytist verð á kókaíni og amfetamíni í réttu hlutfalli við verð á hassi og e-pillu. Þeir sem noti dýrari og sterkari efni eins og kókaín og amfetamín þurfi að selja um tíu skammta af hassi eða e-pillu til þess að fjármagna neyslu sína.
Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira