Fótbolti

Tímabilið sennilega búið hjá Nistelrooy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ruud van Nistelrooy, leikmaður Real Madrid.
Ruud van Nistelrooy, leikmaður Real Madrid. Nordic Photos / AFP
Ruud van Nistelrooy mun í dag gangast undir skurðaðgerð á ökkla samkvæmt fregnum í spænskum fjölmiðlum. Samkvæmt því er ólíklegt að hann komi til með að spila meira á tímabilinu.

Nistelrooy hefur verið frá undanfarinn mánuð vegna ökklameiðsla en búist var við því að hann gæti spilað með liðinu gegn Valencia um helgina.

En ástand hans hefur versnað undanfarið og er nú talið að hann þurfi að gangast undir aðgerð til að koma honum á bataveg.

Hann meiddist í leik gegn Almeria þann 2. febrúar síðastliðinn en lék engu að síður þrjá leiki í viðbót í febrúar áður en hann tók loksins hvíldina.

Læknar Real Madrid vilja lítið segja en hafa þó gefið í skyn að hann gæti náð síðustu fjórum leikjum Real Madrid í deildinni í vor.

En þótt hann yrði frá út tímabilið er búist við því að hann verði orðinn klár í slaginn þegar að EM í fótbolta hefst í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×