Fótbolti

Óttast að missa Laudrup til Englands

NordcPhotos/GettyImages

Forseti spænska félagsins Getafe viðurkennir að hann óttist að missa þjálfara sinn Michael Laudrup í ensku úrvalsdeildina þegar samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.

Laudrup hefur þótt standa sig mjög vel hjá smáliðinu á Spáni og hefur bæði verið orðaður við Barcelona og Chelsea í fjölmiðlum.

"Laudrup er frábær maður sem á skilið virðingu okkar og aðstoð. Við munum styðja við bakið á honum í framtíðinni en mér sýnist frekar stefna í að hann fari til Englands en til Barcelona. Ég vil þó ekkert frekar en að halda honum hérna," sagði forsetinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×