Fótbolti

Lippi tippar á Arsenal

Ítalski þjálfarinn Marcello Lippi segir að öll ensku liðin í Meistaradeildinni hafi burði til að vinna keppnina, en segir Arsenal líklegat að sínu mati. Dregið verður í 8-liða úrslit keppninnar í hádeginu og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.

"Ensku liðin eru öll mjög sterk núna en í augnablikinu er það líklega Arsenal sem spilar bestu knattspyrnuna. Það er mikil og góð hreyfing á liðinu og þeir spila hratt og vel," sagði Lippi en bætti við að hann hefði dálæti á Sir Alex Ferguson og störfum hans.

"United spilar frábæran bolta og Ferguson hefur einstakt lag á því að koma liðinu alltaf á toppinn með reglulegu millibili. Öll ensku liðin gætu sannarlega unnið keppnina - en ég tippa á Arsenal," sagði Lippi sem varð heimsmeistari með liði Ítala á HM 2006 og vann Meistaradeildina með Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×