Fótbolti

Nicolas Cage-eftirherma blekkti Calderon

NordcPhotos/GettyImages

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, féll í gildru ítalskrar eftirhermu sem stödd var á leik Real Madrid og Roma í Meistaradeildinni á dögunum.

Ítalinn var á Spáni að gera sjónvarpsþátt og fékk að eiga fund við grunlausan forsetan sem gaf meintum Hollywood leikara áritaða treyju Real Madrid.

Ítalski skemmtikrafturinn hafði gaman af uppákomunni og sagði forráðamenn spænska liðsins hafa komið mjög vel fram við sig. Þegar hann hafi hinsvegar séð hversu vel fundur þeirra kom út á myndbandi, hafi það hinsvegar verið of gott til að vera satt.

Eftirhermur þess ítalska hafa líkelga verið góðar því hann er víst ekki sérlega líkur Nicolas Cage. Það var fréttavefurinn goal.com sem greindi frá þessari óvenjulegu sögu.

Skopteiknarar á Spáni voru fljótir að gera sér mat úr fréttinni og teiknari sport.es greip fréttina á lofti.

Eins og sjá má á teikningunni hér á myndinni leiðir teiknarinn líkum að því að þó Calderon hafi látið blekkjast af tvífara Cage - sé það ekki verra en þegar Joan Laporta forseti Barcelona lét blekkjast af "tvífara" Thierry Henry. Þarna er vísað í þá staðreynd að Henry hefur alls ekki náð sér á strik með Barca síðan hann var keyptur á stórfé frá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×