Fótbolti

Munurinn lá í rauðu spjöldunum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Roberto Mancini.
Roberto Mancini.

Roberto Mancini segir að munurinn milli Inter og Liverpool í leikjunum í sextán liða úrslitum hafi verið rauðu spjöldin. Liverpool skoraði þrjú mörk gegn tíu leikmönnum Inter í leikjunum tveimur.

„Við fengum færi til að skora í kvöld og mark frá okkur hefði gjörbreytt leiknum," sagði Mancini eftir leikinn í kvöld. „Því miður fengum við aftur rautt spjald og leikurinn varð allt annar."

„Ég er samt ánægður með mína menn. Þeir lögðu sig alla fram. Það er skömm að falla úr leik en munurinn milli þessara tveggja liða lá í rauðu spjöldunum."

„Liverpool fékk aðeins færi þegar við gáfum þeim boltann. Við vorum að ógna vel en svo kom þetta rauða spjald og allt breyttist. Liverpool spilaði góðan varnarleik og hjá okkur var Zlatan Ibrahimovic ekki 100% heill," sagði Mancini.

Zlatan vildi ekki kenna rauðu spjöldunum um. „Við gerðum okkar besta en við höfðum ekki heppnina með okkur. Á heildina litið vann betra liðið," sagði Zlatan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×