Sport

Ólympíuleikvangurinn í London á undan áætlun

Leikvangurinn í London verður glæsilegt mannvirki eins og sjá má á þessu tölvulíkani
Leikvangurinn í London verður glæsilegt mannvirki eins og sjá má á þessu tölvulíkani NordcPhotos/GettyImages

Bygging Ólympíuleikvangsins í London fyrir leikana árið 2012 mun hefjast þremur mánuðum á undan áætlun að sögn nefndarinnar sem skipuð var til að halda utan um byggingu mannvirkisins.

Framkvæmdir við að rýma svæðið undir leikvanginn hófust þegar í júlí á síðasta ári og vonir standa til um að byggingaframkvæmdirnar sjálfar hefjist um svipað leiti og Ólympíuleikarnir í Peking hefjast í sumar.

Mannvirkið mun taka 80,000 manns og eru þessi tíðindi nokkur léttir fyrir Englendinga - minnugir þess ljóta klúðurs sem varð með byggingu nýja Wembley vallarins sem fór langt fram úr tíma- og fjárhagsáætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×