Bryant með forystu á PODS-mótinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2008 10:13 John Daly lét ekki rigninguna á sig fá í gær. Nordic Photos / Getty Images Bandaríkjamaðurinn Bart Bryant er með forystu á PODS-meistaramótinu í Flórída en fyrsta keppnisdegi lauk snemma í nótt vegna rigningar. Ekki náðu allir kylfingar að ljúka keppni en Bryant slapp fyrir horn og fékk meira að segja tvo fugla á síðustu tveimur holunum. Alls lék hann á 65 höggum eða sex undir pari. Fjórir kylfingar léku holurnar átján á fimm höggum undir pari en Lee Janzen lék fimmtán holur á fimm undir pari og á því ágætar líkur á því að jafna eða bæta árangur Bryant. Einna best lék Nicholas Thompson í gær áður en hætta þurfti keppni en hann var á fjórum höggum undir pari eftir níu holur. Stuart Appleby var á fjórum undir eftir ellefu holur og John Senden á ellefu undir eftir fjórtán holur. Ernie Els náði að klára ellefu holur og var á pari þegar keppni var hætt. Hann vann sitt fyrsta mót í 48 síðustu tilraunum sínum um síðustu helgi er hann vann Honda Classic-mótið. Keppni hefst á nýjan leik í kvöld. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bart Bryant er með forystu á PODS-meistaramótinu í Flórída en fyrsta keppnisdegi lauk snemma í nótt vegna rigningar. Ekki náðu allir kylfingar að ljúka keppni en Bryant slapp fyrir horn og fékk meira að segja tvo fugla á síðustu tveimur holunum. Alls lék hann á 65 höggum eða sex undir pari. Fjórir kylfingar léku holurnar átján á fimm höggum undir pari en Lee Janzen lék fimmtán holur á fimm undir pari og á því ágætar líkur á því að jafna eða bæta árangur Bryant. Einna best lék Nicholas Thompson í gær áður en hætta þurfti keppni en hann var á fjórum höggum undir pari eftir níu holur. Stuart Appleby var á fjórum undir eftir ellefu holur og John Senden á ellefu undir eftir fjórtán holur. Ernie Els náði að klára ellefu holur og var á pari þegar keppni var hætt. Hann vann sitt fyrsta mót í 48 síðustu tilraunum sínum um síðustu helgi er hann vann Honda Classic-mótið. Keppni hefst á nýjan leik í kvöld.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira