Fleiri veðjuðu á Real Madrid Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2008 10:47 Mirko Vucinic fagnar sigurmarki sínu fyrir Roma í gær. Nordic Photos / AFP Naumur meirihluti lesenda Vísis reiknuðu með að Real Madrid myndi ná að slá út Roma í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og höfðu þar með rangt fyrir sér. Roma vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-1, og þurftu Madrídingar því aðeins að skora eitt mark í síðari leiknum og halda svo hreinu til að komast áfram. 55,5 prósent lesenda Vísis töldu að Madrídingum tækist að vinna Rómverja en 44,5 prósent reiknuðu frekar með því að Rómverjar kæmust áfram í keppninni. En Rómverjar héldu föstu fyrir og urðu svo fyrri til að skora á 73. mínútu leiksins. Real jafnaði skömmu síðar en Roma tryggði sér svo sigur í leiknum í uppbótartíma og þar með sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn var gríðarlega harður en metjöfnun átti sér stað í fjölda spjalda sem fóru á loft. Dómarinn lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum á loft í leiknum, þar af sama leikmanninum tvívegis. Tvívegis áður hafa ellefu gul spjöld farið á loft, í leik Panathinaikos og Juventus árið 2000 og svo í leik Roma og Lyon í fyrra. Þetta var fjórða árið í röð sem Real Madrid dettur úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá kemur í ljós að ef síðustu fimm tímabil í Meistaradeildinni eru tekin saman kemst Real Madrid ekki á lista átta efstu liða yfir flesta unna leiki í keppninni. AC Milan hefur unnið flesta leiki á þessu tímabili, 30 talsins. Chelsea kemur næst með 26 sigurleiki, þá Lyon (25), Arsenal (24), Barcelona (23), Manchester United (23), Liverpool (22) og Inter (21). Real Madrid kemur svo í níunda sæti með 20 sigurleiki. Spurning dagsins snýst að þessu sinni um ensku úrvalsdeildina. Eftir sigur Liverpool á West Ham í gær er ljóst að Everton og Liverpool eru nú jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar. 4. sætið er eftirsóknarvert þar sem það veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Við spyrjum því „Hvaða lið endar í fjórða sæti í Englandi?" og gefum þrjá svarmöguleika - Everton, Liverpool eða annað lið. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Naumur meirihluti lesenda Vísis reiknuðu með að Real Madrid myndi ná að slá út Roma í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og höfðu þar með rangt fyrir sér. Roma vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-1, og þurftu Madrídingar því aðeins að skora eitt mark í síðari leiknum og halda svo hreinu til að komast áfram. 55,5 prósent lesenda Vísis töldu að Madrídingum tækist að vinna Rómverja en 44,5 prósent reiknuðu frekar með því að Rómverjar kæmust áfram í keppninni. En Rómverjar héldu föstu fyrir og urðu svo fyrri til að skora á 73. mínútu leiksins. Real jafnaði skömmu síðar en Roma tryggði sér svo sigur í leiknum í uppbótartíma og þar með sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn var gríðarlega harður en metjöfnun átti sér stað í fjölda spjalda sem fóru á loft. Dómarinn lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum á loft í leiknum, þar af sama leikmanninum tvívegis. Tvívegis áður hafa ellefu gul spjöld farið á loft, í leik Panathinaikos og Juventus árið 2000 og svo í leik Roma og Lyon í fyrra. Þetta var fjórða árið í röð sem Real Madrid dettur úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá kemur í ljós að ef síðustu fimm tímabil í Meistaradeildinni eru tekin saman kemst Real Madrid ekki á lista átta efstu liða yfir flesta unna leiki í keppninni. AC Milan hefur unnið flesta leiki á þessu tímabili, 30 talsins. Chelsea kemur næst með 26 sigurleiki, þá Lyon (25), Arsenal (24), Barcelona (23), Manchester United (23), Liverpool (22) og Inter (21). Real Madrid kemur svo í níunda sæti með 20 sigurleiki. Spurning dagsins snýst að þessu sinni um ensku úrvalsdeildina. Eftir sigur Liverpool á West Ham í gær er ljóst að Everton og Liverpool eru nú jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar. 4. sætið er eftirsóknarvert þar sem það veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Við spyrjum því „Hvaða lið endar í fjórða sæti í Englandi?" og gefum þrjá svarmöguleika - Everton, Liverpool eða annað lið.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira