NBA í nótt: Boston fyrst í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2008 08:46 Kevin Garnett reynir hér að komast framhjá Antonio McDyess. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics varð í nótt fyrsta liðið í NBA-deildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðið vann sigur á Detroit, 90-78, í uppgjöri toppliðanna í austrinu. Boston gaf aldrei færi á sér í leiknum og leiddi frá upphafi til enda. Boston er nú með besta árangur allra liðanna í deildinni og með fjögurra leikja forystu á Detroit í austrinu. Kevin Garnett var með 31 stig í leiknum og var vitanlega ánægður með sigurinn. „Þetta var risastór leikur fyrir okkur og vissum við það strax frá upphafi tímabilsins að þessi leikur yrði mikilvægur." Kendrick Perkins fór einnig mikinn í liði Boston en hann tók 20 fráköst auk þess sem hann skoraði tíu stig. Hjá Detroit voru þeir Rasheed Wallace og Chauncey Billups stigahæstir með 23 stig hvor. Houston vann sinn sextánda leik í röð í nótt er liðið vann sigur á Indiana, 117-99. Tracy McGrady var stigahæstur með 25 stig en Houston hefur nú unnið 20 af síðustu 21 leik sínum í deildinni. LeBron James skoraði 50 stig í nótt er Cleveland vann sigur á New York, 119-105. Auk þess átti hann tíu stoðsendingar, tók átta fráköst og stal fjórum boltum. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem James skorar 50 stig og hefur hann skorað 95 stig í tveimur leikjum gegn New York á tímabilinu. Charlotte batt enda á fjögurra leikja sigurhrinu Golden State með sigri í leik liðanna í nótt, 118-109. Jason Richardson fór á kostum gegn sínu gamla liði og skoraði 42 stig. Golden State á í harðri baráttu við Denver um áttunda sætið í vestrinu en Denver vann í nótt góðan sigur á Phoenix, 126-113. Allen Iverson var með 31 stig og tólf stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 30 stigum auk þess sem hann tók þrettán fráköst. LA Clippers vann Sacramento, 116-109, í tvíframlengdum leik en fyrir leikinn hafði liðið tapað sex leikjum í röð. Utah vann sinn sautjánda heimaleik í röð en liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 105-76. Úrslit annarra leikja í nótt: Orlando Magic - Washington Wizards 122-92Toronto Raptors - Miami Heat 108-83 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 101-116 Seattle Supersonics - Milwaukee Bucks 106-118 New Jersey Nets - Memphis Grizzlies 93-100 Staðan í deildinni NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Boston Celtics varð í nótt fyrsta liðið í NBA-deildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðið vann sigur á Detroit, 90-78, í uppgjöri toppliðanna í austrinu. Boston gaf aldrei færi á sér í leiknum og leiddi frá upphafi til enda. Boston er nú með besta árangur allra liðanna í deildinni og með fjögurra leikja forystu á Detroit í austrinu. Kevin Garnett var með 31 stig í leiknum og var vitanlega ánægður með sigurinn. „Þetta var risastór leikur fyrir okkur og vissum við það strax frá upphafi tímabilsins að þessi leikur yrði mikilvægur." Kendrick Perkins fór einnig mikinn í liði Boston en hann tók 20 fráköst auk þess sem hann skoraði tíu stig. Hjá Detroit voru þeir Rasheed Wallace og Chauncey Billups stigahæstir með 23 stig hvor. Houston vann sinn sextánda leik í röð í nótt er liðið vann sigur á Indiana, 117-99. Tracy McGrady var stigahæstur með 25 stig en Houston hefur nú unnið 20 af síðustu 21 leik sínum í deildinni. LeBron James skoraði 50 stig í nótt er Cleveland vann sigur á New York, 119-105. Auk þess átti hann tíu stoðsendingar, tók átta fráköst og stal fjórum boltum. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem James skorar 50 stig og hefur hann skorað 95 stig í tveimur leikjum gegn New York á tímabilinu. Charlotte batt enda á fjögurra leikja sigurhrinu Golden State með sigri í leik liðanna í nótt, 118-109. Jason Richardson fór á kostum gegn sínu gamla liði og skoraði 42 stig. Golden State á í harðri baráttu við Denver um áttunda sætið í vestrinu en Denver vann í nótt góðan sigur á Phoenix, 126-113. Allen Iverson var með 31 stig og tólf stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 30 stigum auk þess sem hann tók þrettán fráköst. LA Clippers vann Sacramento, 116-109, í tvíframlengdum leik en fyrir leikinn hafði liðið tapað sex leikjum í röð. Utah vann sinn sautjánda heimaleik í röð en liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 105-76. Úrslit annarra leikja í nótt: Orlando Magic - Washington Wizards 122-92Toronto Raptors - Miami Heat 108-83 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 101-116 Seattle Supersonics - Milwaukee Bucks 106-118 New Jersey Nets - Memphis Grizzlies 93-100 Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum