Fótbolti

Fleiri höfðu trú á AC Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas hljóp beint í fang Arsene Wenger eftir að hann skoraði markið mikilvæga gegn AC Milan í gær.
Cesc Fabregas hljóp beint í fang Arsene Wenger eftir að hann skoraði markið mikilvæga gegn AC Milan í gær. Nordic Photos / Getty Images

Naumur meirihluti lesenda Vísis höfðu frekar trú á AC Milan gegn Arsenal í gær en síðarnefnda liðið stóð upp sem sigurvegari eftir 2-0 sigur á San Siro.

Vísir spurði í gær á íþróttavef sínum hvort Arsenal myndi ná að slá út Evrópumeistara AC Milan. 55,3 prósent töldu að heimamenn myndu klára verkefnið eftir að þeir héldu jöfnu á heimavelli Arsenal í fyrri leik liðanna.

44,7 prósent töldu að Arsenal myndi sigra í leiknum og verða þar með fyrsta enska liðið til að vinna AC Milan á San Siro. Enda varð það tilfellið að Arsenal vann 2-0 sigur með mörkum Cesc Fabregas og Emmanuel Adebayor.

Spurning dagsins er í svipuðum dúr og snýst um leik Real Madrid og Roma.

Rómverjar unnu 2-1 sigur á heimavelli sínum eftir að hafa lent 1-0 undir, þökk sé marki Raúl snemma í leiknum. David Pizarro og Mancini skoruðu mörk Rómverja.

En í kvöld mætast liðin í Madríd þar sem Rómverjum dugir jafntefli til að komast áfram. En útivallarmark Madrídinga gæti reynst dýrmætt þar sem þeim mun duga 1-0 sigur til að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitnum.

Hægt verður að svara spurningunni hér vinstra megin á síðunni allt þar til leikurinn hefst klukkan 19.45 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×