Fastir pennar

Misjafn hraði þingmála

Þingmenn eru mannlegir - og eru vitaskuld uppteknir af eigin þægindum og fríðindum, eins og svo margar aðrar starfsstéttir.

Sá er þó munurinn að þingmenn setja lög. Aðrar stéttir ekki.

Það heitir líkast til á mannamáli; grundvallarmunur.

Í þessu ljósi vekur það sérstaka athygli að þingmönnum gengur seint og illa að færa kjör sín nær almenningi (samanber breytingar á lögum um lífeyriskjör alþingismanna, ráðherra og dómara) ...

... en á sama tíma rennur frumvarpið um aðstoðarmenn þingmanna eins og vorleysingar í gegnum þingið.

Þetta er mannlegt, náttúrlega ...

-SER.   






×