Fótbolti

Arsenal eða AC Milan?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mathieu Flamini og Gennaro Gattusu eigast við á Emirates Stadium í fyrri leik Arsenal og AC Milan.
Mathieu Flamini og Gennaro Gattusu eigast við á Emirates Stadium í fyrri leik Arsenal og AC Milan. Nordic Photos / Getty Images

Í kvöld fara fram fjórir fyrstu leikirnir í síðari hluta 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem mikil spenna verður á öllum vígstöðum.

Við á Vísi viljum spyrja lesendur okkar hvort þeir telji að Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, eða Evrópumeistarar AC Milan komist áfram í fjórðungsúrslitin í kvöld en liðin skildu jöfn í markalausum leik í Lundúnum fyrir tveimur vikum síðan.

Liðin mætast því á San Siro-leikvanginum í Milanó í kvöld og er spurningin einföld - „Nær Arsenal að slá út Evrópumeistara AC Milan?"

Manchester United á í harðri baráttu við Arsenal um enska meistaratitilinn og er einnig í eldlínunni í kvöld. Liðið tekur á móti Lyon en liðin skildu jöfn, 1-1 í Frakklandi í fyrri viðureign liðanna.

Þá taka Börsungar á móti Glasgow Celtic og verða að teljast sigurstranglegri aðilinn í kvöld. Börsungar unnu 3-2 sigur í Skotlandi sem þýðir að þeir mega tapa 1-0 eða 2-1 í kvöld.

Að síðustu eigast við Sevilla og Fenerbahce á Spáni í kvöld en fyrri leik liðanna lauk með 3-2 sigri Tyrkjanna á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×