Tiger áfram eftir bráðabana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 12:13 Tiger Woods vann nauman sigur á Aaron Baddeley. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods komst áfram í fjórðungsúrslit heimsmeistarakeppninnar í holukeppni sem fer fram í Arizona í Bandaríkjunum. Woods atti kappi við Ástralann Baddeley sem púttaði fyrir sigri á bæði 17. og 18. holu en allt kom fyrir ekki. Tiger vann svo á annari holu bráðabanans með því að setja niður rúmlega þriggja metra pútt. Fjórum kylfingum var raðað í efsta styrkleikaflokk á mótinu og er Tiger sá eini þeirra sem er enn með í mótinu. Ernie Els og Phil Mickelson duttu snemma úr leik en í gær tapaði sá fjórði, Steve Stricker fyrir Argentínumanninum Angel Cabrera með fjórum vinningum. Báðir Bretarnir sem voru eftir í keppninni, þeir Colin Montgomerie og Paul Casey, töpuðu sínum viðureignum í gær. Montgomerie tapaði fyrir Stewart Cink og Casey fyrir KJ Choi. Núverandi meistari, Henrik Stenson frá Svíþjóð, vann Jonathan Byrd og þar með sína níundu viðureign í röð á mótinu. Gríðarlega spennandi viðureignir eru frammundan í kvöld. Tiger Woods mætir KJ Choi og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Henrik Stenson eða Woody Austin. Justin Leonard og Vijay Singh eigast svo við og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Angel Cabrera eða Stewart Cink. Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods komst áfram í fjórðungsúrslit heimsmeistarakeppninnar í holukeppni sem fer fram í Arizona í Bandaríkjunum. Woods atti kappi við Ástralann Baddeley sem púttaði fyrir sigri á bæði 17. og 18. holu en allt kom fyrir ekki. Tiger vann svo á annari holu bráðabanans með því að setja niður rúmlega þriggja metra pútt. Fjórum kylfingum var raðað í efsta styrkleikaflokk á mótinu og er Tiger sá eini þeirra sem er enn með í mótinu. Ernie Els og Phil Mickelson duttu snemma úr leik en í gær tapaði sá fjórði, Steve Stricker fyrir Argentínumanninum Angel Cabrera með fjórum vinningum. Báðir Bretarnir sem voru eftir í keppninni, þeir Colin Montgomerie og Paul Casey, töpuðu sínum viðureignum í gær. Montgomerie tapaði fyrir Stewart Cink og Casey fyrir KJ Choi. Núverandi meistari, Henrik Stenson frá Svíþjóð, vann Jonathan Byrd og þar með sína níundu viðureign í röð á mótinu. Gríðarlega spennandi viðureignir eru frammundan í kvöld. Tiger Woods mætir KJ Choi og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Henrik Stenson eða Woody Austin. Justin Leonard og Vijay Singh eigast svo við og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Angel Cabrera eða Stewart Cink.
Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira