Fótbolti

Wenger: AC Milan stærsta prófraunin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sínir menn muni fá sína erfiðustu prófraun gegn Evrópumeisturum AC Milan en liðin mætast í Lundúnum í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Þeir búa yfir miklum gæðum og reynslu í sínum leikmönnum. Við erum með lið sem getur veitt þeim mótspyrnu og unnið þá og viljum við því gera okkar besta."

Leikmenn Arsenal hafa sjálfsagt verið fremur langt niðri eftir 4-0 tapið fyrir Manchester United í ensku bikarkeppninni um helgina.

Wenger er þó þess fullvess að leikmennirnir verði búnir að jafna sig á því þegar það kemur að leiknum í kvöld.

„Við viljum sína að við getum spilað vel og við fáum tækifæri til þess í kvöld."

„Við erum með þessi tvö markmið fyrir framan okkur - deildina og Meistaradeildina - og erum við í mjög góðri stöðu. Nú snýst þetta bara um gæði liðanna."

Arsenal hefur aldrei orðið Evrópumeistari og verða í kvöld án Manuel Almunia markvarðar og Tomas Rosicky sem eiga báðir við reynsli að stríða.

Mathieu Flamini og Emmanuel Adebayor verða hins vegar klárir í slaginn í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×